„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 23:00 Gunnar Magnússon var alveg með á hreinu hvað munurinn á liðunum lá. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. „Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“ Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00