Penn glatar 100 milljón dala gjöf vegna svara forsetans um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 08:06 Svör Magill fyrir þingnefndinni hafa vakið mikla reiði. AP/Mark Schiefelbein University of Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur tapað 100 milljón dala gjöf eftir vitnisburð forseta skólans fyrir þingnefnd á þriðjudag. Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira