Penn glatar 100 milljón dala gjöf vegna svara forsetans um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 08:06 Svör Magill fyrir þingnefndinni hafa vakið mikla reiði. AP/Mark Schiefelbein University of Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur tapað 100 milljón dala gjöf eftir vitnisburð forseta skólans fyrir þingnefnd á þriðjudag. Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira