Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dómsmálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 10:58 Signý Jóhannesdóttir (t.v.), fyrrverandi varaforseti ASÍ, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. Hún segir frá þessu í skoðanapistli sem hún birti hér á Vísi í morgun. Titill pistilsins er „Gefum við Rósi skít í ráðherrann?“ Ísdrottningin beri nafn með rentu „Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu.“ Svona hefst grein Signýjar áður en hún fer yfir hvernig hún hefur mótmælt hinum ýmsu aðgerðum síðustu ár. Til að mynda sagði hún sig bæði úr Þjóðkirkjunni og Samfylkingunni vegna ákveðinna mála, sem og upp áskrift hennar af Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók þar við sem ritstjóri. „Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play,“ skrifar Signý. Vill að fólk standi með skoðunum sínum Hún bendir á að hún sé fullmeðvituð um að aðgerðir hennar einar og sér færi ekki fjöll. Þrátt fyrir það haldi hún áfram að reyna að hafa áhrif á aðra, svo fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. „Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér,“ skrifar Signý. Hún segir hundinn ekki hafa tekið vel í hugmyndina um að skíta á tröppurnar, þá einna helst þar sem honum þyki vænt um eigin úrgang og svo elski hann ís. „Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili,“ skrifar Signý að lokum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er einn eigenda Kjöríss og var um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Þá sat hún í stjórn þar um árabil en faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði félagið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ís Flóttamenn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hún segir frá þessu í skoðanapistli sem hún birti hér á Vísi í morgun. Titill pistilsins er „Gefum við Rósi skít í ráðherrann?“ Ísdrottningin beri nafn með rentu „Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu.“ Svona hefst grein Signýjar áður en hún fer yfir hvernig hún hefur mótmælt hinum ýmsu aðgerðum síðustu ár. Til að mynda sagði hún sig bæði úr Þjóðkirkjunni og Samfylkingunni vegna ákveðinna mála, sem og upp áskrift hennar af Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók þar við sem ritstjóri. „Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play,“ skrifar Signý. Vill að fólk standi með skoðunum sínum Hún bendir á að hún sé fullmeðvituð um að aðgerðir hennar einar og sér færi ekki fjöll. Þrátt fyrir það haldi hún áfram að reyna að hafa áhrif á aðra, svo fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. „Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér,“ skrifar Signý. Hún segir hundinn ekki hafa tekið vel í hugmyndina um að skíta á tröppurnar, þá einna helst þar sem honum þyki vænt um eigin úrgang og svo elski hann ís. „Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili,“ skrifar Signý að lokum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er einn eigenda Kjöríss og var um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Þá sat hún í stjórn þar um árabil en faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði félagið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ís Flóttamenn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira