Máttu ekki nota ökurita til að sjá hvað hádegishléið væri langt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 13:55 Íslandspóstur mátti ekki nýta sér upplýsingarnar úr ökuritanum. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur mátti ekki nota upplýsingar úr ökurita í bifreið sem starfsmaður hafði afnot af sem uppsagnarástæðu. Notkun Íslandspósts á upplýsingunum var hvorki gagnsæ né sanngjörn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi. Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi.
Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira