Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 14:03 Bjarni var hinn rólegasti á meðan Katrín henti glimmerinu yfir hann í þrígang. Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira