Meistararnir snéru taflinu við gegn nýliðunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 15:58 Jack Grealish skoraði sigurmark Manchester City. Richard Heathcote/Getty Images Eftir að hafa verið án sigurs í síðustu fjórum leikjum eru Englandsmeistarar Manchester City komnir aftur á sigurbraut eftir 1-2 endurkomusigur gegn nýliðum Luton í dag. Þrátt fyrir að hafa verið mun minna með boltann og að hafa varla skapað sér færi í leiknum voru það heimamenn í Luton sem tóku forystuna með marki frá Elijah Adebayo eftir stoðsendingu frá Andros Townsend í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gegn gangi leiksins gengu heimamenn því með 1-0 forystu inn til búningsherbergja þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo loksins á 62. mínútu að gestunum frá Manchester tókst loksins að jafna metin þegar Bernardo Silva kom boltanum í netið og aðeins þremur mínútum síðar kom Jack Grealish liðinu yfir með marki eftir stoðsendingu frá Julian Alvarez. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-2 sigur Manchester City sem situr í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, fjórum stigum minna en topplið Liverpool. Luton situr hins vegar í 18. sæti með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Eftir að hafa verið án sigurs í síðustu fjórum leikjum eru Englandsmeistarar Manchester City komnir aftur á sigurbraut eftir 1-2 endurkomusigur gegn nýliðum Luton í dag. Þrátt fyrir að hafa verið mun minna með boltann og að hafa varla skapað sér færi í leiknum voru það heimamenn í Luton sem tóku forystuna með marki frá Elijah Adebayo eftir stoðsendingu frá Andros Townsend í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gegn gangi leiksins gengu heimamenn því með 1-0 forystu inn til búningsherbergja þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo loksins á 62. mínútu að gestunum frá Manchester tókst loksins að jafna metin þegar Bernardo Silva kom boltanum í netið og aðeins þremur mínútum síðar kom Jack Grealish liðinu yfir með marki eftir stoðsendingu frá Julian Alvarez. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-2 sigur Manchester City sem situr í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, fjórum stigum minna en topplið Liverpool. Luton situr hins vegar í 18. sæti með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti