Bellingham tókst ekki að tryggja Real enn einn sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 17:30 Jude var á skotskónum í dag. Guillermo Martinez/Getty Images Jude Bellingham skoraði eina mark Real Madríd í 1-1 jafntefli við Real Betis í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Real er í harðri toppbaráttu við Girona af öllum liðum en fyrir leik dagsins voru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Það var því ljóst að gestirnir frá Madríd þurftu á sigri að halda í dag en það var ekki að sjá á spilamennsku liðsins. Staðan í leik Betis og Real var markalaus í hálfleik en leikurinn var heldur lokaður. Á 53. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki enska miðjumannsins Jude Bellingham. Brahim Díaz með stoðsendinguna. Heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu og jafnaði Aitor Ruibal metin ekki löngu síðar. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Real eru nú með 39 stig á toppi deildarinnar en Girona er sæti neðar með stigi minna en á leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Jude Bellingham skoraði eina mark Real Madríd í 1-1 jafntefli við Real Betis í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Real er í harðri toppbaráttu við Girona af öllum liðum en fyrir leik dagsins voru liðin jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Það var því ljóst að gestirnir frá Madríd þurftu á sigri að halda í dag en það var ekki að sjá á spilamennsku liðsins. Staðan í leik Betis og Real var markalaus í hálfleik en leikurinn var heldur lokaður. Á 53. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki enska miðjumannsins Jude Bellingham. Brahim Díaz með stoðsendinguna. Heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu og jafnaði Aitor Ruibal metin ekki löngu síðar. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Real eru nú með 39 stig á toppi deildarinnar en Girona er sæti neðar með stigi minna en á leik til góða.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti