Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 18:48 Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn fyrir skömmu. Nú hefur hópur hópur 569 Íslendinga sent opið bréf á ráðamenn með þremur kröfum. Vísir/Vilhelm Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra; Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra; Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa skrifað undir bréfið, listafólk og aktívistar eru þar fyrirferðarmikil. Þar má nefna Drífu Snædal, Sóleyju Tómasdóttur, Sögu Garðarsdóttur, Semu Erlu og Eddu Falak. Einnig hafa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, María Elísabet Bragadóttir, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skrifað undir bréfið. Ísland þegi þunnu hljóði á meðan „ólýsanleg voðaverk“ eru framin Í bréfinu segir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að „ógnarstjórn Ísraelsríkis með stuðningi vesturveldanna hóf að strádrepa Palestínufólk á Gaza í nafni sjálfsvarnar“. Skýrar skilgreiningar séu til í alþjóðasamningum á því hvað felst í slíkri sjálfsvörn en Ísraelsríki hafi farið langt út fyrir lagalegan ramma og fremji nú þjóðarmorð og stríðsglæpi á Gasa, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þá segir að þrátt fyrir ítrekuð brot Ísraels á „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn þjóðarmorði og fleiri alþjóðasáttmálum og lagabálkum, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn staðið við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í framangreindum löggerningum.“ Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu í desember 2011 en þegi nú þunnu hljóði „á meðan ólýsanleg voðaverk eru framin,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld hafi hvorki nýtt rödd sína né uppfyllt fyrrgreindar skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri. Alþjóðleg vernd, slit á stjórnmálasambandi og brottvikning úr Eurovision Hópurinn krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi og setur fram eftirfarandi kröfur: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld taki umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim hér alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Við krefjumst þess að Ísland slíti bæði stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki undir eins. Í því samhengi má nefna að Ísland tekur fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Að auki krefjumst við þess að Ísland segi sig frá þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísraelsríki ekki vísað úr keppni.“ Söngvakeppnin eigi að vera sameiningartákn Evrópu fyrir friði og skýtur því skökku við að ríki sem fremur þjóðarmorð og stríðsglæpi fái að taka þátt. Þá er rifjað upp að þegar Rússum var vikið úr keppni var helsta ástæðan sú að fjölmargar þjóðir neituðu að taka þátt með Rússum. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03 Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra; Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra; Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa skrifað undir bréfið, listafólk og aktívistar eru þar fyrirferðarmikil. Þar má nefna Drífu Snædal, Sóleyju Tómasdóttur, Sögu Garðarsdóttur, Semu Erlu og Eddu Falak. Einnig hafa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, María Elísabet Bragadóttir, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skrifað undir bréfið. Ísland þegi þunnu hljóði á meðan „ólýsanleg voðaverk“ eru framin Í bréfinu segir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að „ógnarstjórn Ísraelsríkis með stuðningi vesturveldanna hóf að strádrepa Palestínufólk á Gaza í nafni sjálfsvarnar“. Skýrar skilgreiningar séu til í alþjóðasamningum á því hvað felst í slíkri sjálfsvörn en Ísraelsríki hafi farið langt út fyrir lagalegan ramma og fremji nú þjóðarmorð og stríðsglæpi á Gasa, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þá segir að þrátt fyrir ítrekuð brot Ísraels á „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn þjóðarmorði og fleiri alþjóðasáttmálum og lagabálkum, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn staðið við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í framangreindum löggerningum.“ Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu í desember 2011 en þegi nú þunnu hljóði „á meðan ólýsanleg voðaverk eru framin,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld hafi hvorki nýtt rödd sína né uppfyllt fyrrgreindar skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri. Alþjóðleg vernd, slit á stjórnmálasambandi og brottvikning úr Eurovision Hópurinn krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi og setur fram eftirfarandi kröfur: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld taki umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim hér alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Við krefjumst þess að Ísland slíti bæði stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki undir eins. Í því samhengi má nefna að Ísland tekur fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Að auki krefjumst við þess að Ísland segi sig frá þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísraelsríki ekki vísað úr keppni.“ Söngvakeppnin eigi að vera sameiningartákn Evrópu fyrir friði og skýtur því skökku við að ríki sem fremur þjóðarmorð og stríðsglæpi fái að taka þátt. Þá er rifjað upp að þegar Rússum var vikið úr keppni var helsta ástæðan sú að fjölmargar þjóðir neituðu að taka þátt með Rússum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03 Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03
Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41