Sigur Tékklands var á endanum einkar öruggur eftir jafnar upphafsmínútur. Staðan í hálfleik var 13-9 en munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn upp í átta mörk, lokatölur 30-22.
Markéta Jeřábková var markahæst í liði Tékklands með 9 mörk. Þar á eftir kom Veronika Malá með 7 mörk. Hjá Spáni var Paulina Perez Buforn markahæst með 6 mörk. Í hinum leik milliriðils IV vann Brasilía öruggan sigur á Argentínu, lokatölur 33-19.
Victory smiles for France and Czechia in two influential matches for their main round groups Next matches at 20:30 CET #DENNORSWE2023 #aimtoexcite pic.twitter.com/V6HxeNXSoh
— International Handball Federation (@ihf_info) December 8, 2023
Síðar í kvöld mætast Úkraína og Holland en fyrrnefnda liðið er án stiga á meðan Hollendingar eru á toppnum með sex stig.
Í milliriðli II hélt Frakkland áfram á sigurbraut með öruggum tíu marka sigri á Suður-Kóreu, lokatölur 32-22. Orlane Kanor var markahæst í liði Frakklands með 7 mörk úr jafn mörgum skotum. Í hinum leik milliriðilsins vann Angóla fimm marka sigur á Austurríki, lokatölur 30-25.
Marta Alberto builds a brick wall and Angola collect their first win at #DENNORSWE2023
— International Handball Federation (@ihf_info) December 8, 2023
18 saves
42 rate
1 assist pic.twitter.com/lbx9D14G7e
Staðan í riðlinum er þannig að Frakkland er með 8 stig á toppnum en síðar í kvöld mætast Noregur og Slóvenía í leik sem gæti skorið úr um hvort liðið fer áfram.
Efstu tvö lið hvers milliriðils fara áfram í 8-liða úrslit.