Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 16:04 Flytja þarf málið aftur í héraðsdómi vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira