Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 14:11 Bjarni var hinn rólegasti á meðan Katrín henti glimmerinu yfir hann. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook færslu Bjarna þar sem hann tjáir sig um mótmælin í Veröld í gær. Þar köstuðu mótmælendur hliðhollir Palestínu rauðu glimmeri yfir Bjarna. Ræddi atvikið við dóttur sína „Pabbi, var einhverju rauðu kastað á þig í gær. Af hverju var það?“ Svona byrjaði dagurinn. Ég sat með kaffibollann og 12 ára dóttir mín kallaði til mín,“ skrifar Bjarni í upphafi færslunnar. Hann segir að það sé eðlilegur hluti starfs stjórnmálamanna að þurfa af og til að setjast niður með nákomnum, ekki síst börnunum og ræða það sem helst sé á dagskrá í þjóðmálaumræðunni. „Það er bara eins og það er en ég geri allt sem ég get til að heimilið geti verið griðastaður fyrir fjölskylduna. Undan þessu hef ég aldrei kvartað og bið fólk um að virða við mig að ég nefni þetta hér án þess að það sé teiknað upp sem einhver sjálfsvorkunn.“ Mótmælin ótvírætt skemmdarverk Bjarni segist ekki hafa hugsað sér að tjá sig sérstaklega um mótmælin í gær. Öllum megi vera ljóst að hann hafi ekki orðið fyrir neinum skaða. „Og ég hallast að því svona almennt séð, að þegar fólk fremur skemmdarverk, sem þessi mótmæli ótvírætt voru, ráðstefnan var slegin af, að best sé að gera því ekki hærra undir höfði en efni standa til. Forðast ætti það sem gæti verkað sem hvatning fyrir viðkomandi til að halda áfram eða ganga lengra.“ Bjarni segir að margir þeirra sem hafi mætt á viðburðinn í gær hafi sést við ráðherrabústaðinn þar sem fram fari ríkisstjórnarfundir. „Þar fær maður að heyra að maður sé barnamorðingi á leið til vinnu. Málfrelsið er mikilvægt og það að koma saman til að ræða tiltekin mál eru grundvallarréttindi. Hins vegar er ég á móti skemmdarverkum og tel að samfélaginu farnist best ef við öll sýnum leikreglum samfélagsins virðingu.“ Ríkisútvarpið ekki brugðist mótmælendum Bjarni segir að þegar það að halda sig innan reglna samfélagsins dugi ekki til að mati mótmælenda séu málin færð á næsta stig. Helsti tilgangur mótmælenda sem af ásetningi fara gegn lögum og reglum sé sá að fá sem mesta athygli. Því hafi mótmælendur í gær gætt sín vel á því að festa gjörnininn á mynd og dreifa á fjölmiðla. Bjarni segir að þar sem ganga hafi mátt út frá því að árás á ráðherra yrði fréttnæm hafi þarna verið gullið tækifæri til að tryggja sér gott aðgengi að fjölmiðlum landsins og fá góða dreifingu á boðskapnum. Það hafi verið ein ástæða þess að hann hafnaði viðtalsbeiðnum. „Ekki er hægt að halda því fram að Ríkisútvarpið hafi brugðist mótmælendum í gær. Margrét K. Blöndal, sú sem tók yfir ráðstefnuna ásamt öðrum, og hrópaði yfir alla viðstadda ávarp sem hún hafði undirbúið, tryggði sér viðtal í fyrstu frétt. Þar gat hún af yfirvegun og í rólegheitum rætt um gjörninginn sem eðlilegasta hlut og haldið áfram með boðskap sinn á besta fréttatíma. Upptaka þeirra sem stóðu að gjörningnum var birt sem aðsent efni og endurtekið spilað atvik þar sem skvett var yfir mig rauðu efni, sem landsmenn takast nú á um hvort kalla á glimmer eða glansduft. Sent út af Ríkisútvarpinu á Tik-Tok Bjarni segir að þá hafi Ríkisútvarpið ekki mátt láta við þetta sitja heldur hafi verið útbúið samfélagsmiðlaefni, þar á meðal sérstök Tik-Tok frétt. „Sem er sú sem dóttir mín sá í morgun. Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk...“ Bjarni segir að það hafi mátt gera ráð fyrir að barnið sitt spyrði hvað átt sé við en Bjarni segist velta fyrir sér, þegar hann lesi svonalagað á vef sem Ríkisútvarpið heldur úti, hvenær ástæða sé til að staldra við. Megi mótmæla og láta ráðamenn heyra það „Einhver kann að spyrja hvort stríðið, mannfallið, hryðjuverkaárásin og gíslatakan, stríðsátökin og hörmungarnar á Gaza þurfi ekki að ræða án allra hindrana. Við því segi ég: jú, það má sannarlega mótmæla og það má láta ráðamenn heyra það. Við búum í lýðræðissamfélagi. Það mega allir mynda sér skoðun og mér finnst æskilegt að allir séu vel upplýstir og geti myndað sér skoðun á þessum hörmungum, sem töluverð hætta er á að breiðist út í enn frekari spennu og átök.“ Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi frá upphafi fordæmt hryðjuverkin og gíslatökuna, hvatt til þess að átökunum á Gasa og Vesturbakkanum verði hætt. Aukið hafi verið við mannúðaraðstoð og stutt að unnið verði í átt að tveggja ríkja lausn. Þá hafi Ísland í gær lýst yfir ásamt öðrum Norðurlöndum stuðningi við ákvörðun aðalritara Sameinuðu þjóðanna að krefja öryggisráðið með formlegum hætti um viðbrögð við þeirri ógn við heimsfrið sem átökin á Gasa séu. Þar sé þrýst á að mannúðarhörmungarnar verði stöðvaðar. „Þessum málflutningi verður áfram haldið. Hætt er hins vegar við að átökin geti staðið enn um sinn og spenna ríki á svæðinu um ófyrirséðan tíma. Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt.“ Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook færslu Bjarna þar sem hann tjáir sig um mótmælin í Veröld í gær. Þar köstuðu mótmælendur hliðhollir Palestínu rauðu glimmeri yfir Bjarna. Ræddi atvikið við dóttur sína „Pabbi, var einhverju rauðu kastað á þig í gær. Af hverju var það?“ Svona byrjaði dagurinn. Ég sat með kaffibollann og 12 ára dóttir mín kallaði til mín,“ skrifar Bjarni í upphafi færslunnar. Hann segir að það sé eðlilegur hluti starfs stjórnmálamanna að þurfa af og til að setjast niður með nákomnum, ekki síst börnunum og ræða það sem helst sé á dagskrá í þjóðmálaumræðunni. „Það er bara eins og það er en ég geri allt sem ég get til að heimilið geti verið griðastaður fyrir fjölskylduna. Undan þessu hef ég aldrei kvartað og bið fólk um að virða við mig að ég nefni þetta hér án þess að það sé teiknað upp sem einhver sjálfsvorkunn.“ Mótmælin ótvírætt skemmdarverk Bjarni segist ekki hafa hugsað sér að tjá sig sérstaklega um mótmælin í gær. Öllum megi vera ljóst að hann hafi ekki orðið fyrir neinum skaða. „Og ég hallast að því svona almennt séð, að þegar fólk fremur skemmdarverk, sem þessi mótmæli ótvírætt voru, ráðstefnan var slegin af, að best sé að gera því ekki hærra undir höfði en efni standa til. Forðast ætti það sem gæti verkað sem hvatning fyrir viðkomandi til að halda áfram eða ganga lengra.“ Bjarni segir að margir þeirra sem hafi mætt á viðburðinn í gær hafi sést við ráðherrabústaðinn þar sem fram fari ríkisstjórnarfundir. „Þar fær maður að heyra að maður sé barnamorðingi á leið til vinnu. Málfrelsið er mikilvægt og það að koma saman til að ræða tiltekin mál eru grundvallarréttindi. Hins vegar er ég á móti skemmdarverkum og tel að samfélaginu farnist best ef við öll sýnum leikreglum samfélagsins virðingu.“ Ríkisútvarpið ekki brugðist mótmælendum Bjarni segir að þegar það að halda sig innan reglna samfélagsins dugi ekki til að mati mótmælenda séu málin færð á næsta stig. Helsti tilgangur mótmælenda sem af ásetningi fara gegn lögum og reglum sé sá að fá sem mesta athygli. Því hafi mótmælendur í gær gætt sín vel á því að festa gjörnininn á mynd og dreifa á fjölmiðla. Bjarni segir að þar sem ganga hafi mátt út frá því að árás á ráðherra yrði fréttnæm hafi þarna verið gullið tækifæri til að tryggja sér gott aðgengi að fjölmiðlum landsins og fá góða dreifingu á boðskapnum. Það hafi verið ein ástæða þess að hann hafnaði viðtalsbeiðnum. „Ekki er hægt að halda því fram að Ríkisútvarpið hafi brugðist mótmælendum í gær. Margrét K. Blöndal, sú sem tók yfir ráðstefnuna ásamt öðrum, og hrópaði yfir alla viðstadda ávarp sem hún hafði undirbúið, tryggði sér viðtal í fyrstu frétt. Þar gat hún af yfirvegun og í rólegheitum rætt um gjörninginn sem eðlilegasta hlut og haldið áfram með boðskap sinn á besta fréttatíma. Upptaka þeirra sem stóðu að gjörningnum var birt sem aðsent efni og endurtekið spilað atvik þar sem skvett var yfir mig rauðu efni, sem landsmenn takast nú á um hvort kalla á glimmer eða glansduft. Sent út af Ríkisútvarpinu á Tik-Tok Bjarni segir að þá hafi Ríkisútvarpið ekki mátt láta við þetta sitja heldur hafi verið útbúið samfélagsmiðlaefni, þar á meðal sérstök Tik-Tok frétt. „Sem er sú sem dóttir mín sá í morgun. Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk...“ Bjarni segir að það hafi mátt gera ráð fyrir að barnið sitt spyrði hvað átt sé við en Bjarni segist velta fyrir sér, þegar hann lesi svonalagað á vef sem Ríkisútvarpið heldur úti, hvenær ástæða sé til að staldra við. Megi mótmæla og láta ráðamenn heyra það „Einhver kann að spyrja hvort stríðið, mannfallið, hryðjuverkaárásin og gíslatakan, stríðsátökin og hörmungarnar á Gaza þurfi ekki að ræða án allra hindrana. Við því segi ég: jú, það má sannarlega mótmæla og það má láta ráðamenn heyra það. Við búum í lýðræðissamfélagi. Það mega allir mynda sér skoðun og mér finnst æskilegt að allir séu vel upplýstir og geti myndað sér skoðun á þessum hörmungum, sem töluverð hætta er á að breiðist út í enn frekari spennu og átök.“ Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi frá upphafi fordæmt hryðjuverkin og gíslatökuna, hvatt til þess að átökunum á Gasa og Vesturbakkanum verði hætt. Aukið hafi verið við mannúðaraðstoð og stutt að unnið verði í átt að tveggja ríkja lausn. Þá hafi Ísland í gær lýst yfir ásamt öðrum Norðurlöndum stuðningi við ákvörðun aðalritara Sameinuðu þjóðanna að krefja öryggisráðið með formlegum hætti um viðbrögð við þeirri ógn við heimsfrið sem átökin á Gasa séu. Þar sé þrýst á að mannúðarhörmungarnar verði stöðvaðar. „Þessum málflutningi verður áfram haldið. Hætt er hins vegar við að átökin geti staðið enn um sinn og spenna ríki á svæðinu um ófyrirséðan tíma. Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt.“
Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira