Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 18:48 Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg enda loftárásir Ísraelshers dunið linnulaust á svæðinu. AP/Fatima Shbair Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila