Að sögn sjónarvotts virtist eldurinn aðallega vera inni í skúrnum en mikill reykur steig upp frá honum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var af vettvangi:
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi verið með vakt í bænum og því hafi slökkviliðsmenn verið snöggir að bregðast við
Einar segir að engum hafa orðið meint af eldinum og að ekkert sé vitað um eldsupptök á þessu stigi málsins.
„Við nutum dyggrar aðstoðar frá Brunavörnum Suðurnesja. Það sýndi sig hvað það var gott að hafa vakt í bænum,“ sagði Einar og bætti við að það hafi gengið vel að slökkva eldinn. Verið sé að tryggja að engin glóð lifi í rústunum.