„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 19:14 Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson voru meðal þeirra sem skipulögðu mótmælin. Vísir/Steingrímur Dúi Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir. Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir.
Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira