Hættum að brenna olíu og tíma! Haraldur Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 22:30 Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun