Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Árni Hrannar Haraldsson skrifar 12. desember 2023 17:31 Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Landsvirkjun Jarðhiti Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun