Flugumferðarstjórar sagðir fara fram á fjórðungshækkun Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 07:57 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Kröfur Félags flugumferðarstjóra í yfirstandandi kjaradeilu við Isavia og Samtök atvinnulífsins eru sagðar fela í sér launahækkun upp á 25 prósent. Það gerir um 350 þúsund króna hækkun ef miðað er við meðallaun flugumferðarstjóra. Frá þessu greinir Morgunblaðið, með vísan til heimilda þess. Þar segir að hvorki Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, né Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafi viljað staðfesta kröfugerð flugumferðarstjóra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Fjórðungshækkun á meðallaun flugumferðarstjóra gerir því um 350 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum. Kjaradeila flugumferðarstjóra og Isavia virðist vera í miklum hnút. Samningafundi lauk um fimmleytið í gær án árangurs og nýr fundur boðaður klukkan 14 á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Því er ljóst að boðuð vinnustöðvun hefst klukkan 04 í nótt og stendur til klukkan 10 á morgun. Bæði flugfélög skoða réttarstöðu sína Ljóst er að verkfall flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif og hvergi meiri en á starfsemi íslensku alþjóðaflugfélaganna tveggja, Icelandair og Play. Þeir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, sögðu báðir að félögin muni skoða það hvort þau geti sótt bætur til Isavia vegna verkfallsins. Þá sagði Birgir í gær furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og að hann telji að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. 12. desember 2023 12:53 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, með vísan til heimilda þess. Þar segir að hvorki Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, né Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafi viljað staðfesta kröfugerð flugumferðarstjóra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Fjórðungshækkun á meðallaun flugumferðarstjóra gerir því um 350 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum. Kjaradeila flugumferðarstjóra og Isavia virðist vera í miklum hnút. Samningafundi lauk um fimmleytið í gær án árangurs og nýr fundur boðaður klukkan 14 á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Því er ljóst að boðuð vinnustöðvun hefst klukkan 04 í nótt og stendur til klukkan 10 á morgun. Bæði flugfélög skoða réttarstöðu sína Ljóst er að verkfall flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif og hvergi meiri en á starfsemi íslensku alþjóðaflugfélaganna tveggja, Icelandair og Play. Þeir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, sögðu báðir að félögin muni skoða það hvort þau geti sótt bætur til Isavia vegna verkfallsins. Þá sagði Birgir í gær furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og að hann telji að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. 12. desember 2023 12:53 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52
Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. 12. desember 2023 12:53
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10