Þjóðarsátt um hvað? Sandra F. Franks skrifar 13. desember 2023 11:31 Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun