Innherji

Kaup á ríkis­bréfum sýnir að háir vextir „eru á radarnum“ hjá er­lendum sjóðum

Hörður Ægisson skrifar
Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri.
Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri.

Eftir nánast ekkert innflæði í íslensk ríkisskuldabréf um nokkurt skeið hafa erlendir fjárfestar aukið talsvert við eign sína í slíkum bréfum á síðustu tveimur mánuðum. Kaupin koma á sama tíma og gengi krónunnar hafði veikst skarpt sem gefur til kynna að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum getið virkað sem sveiflujafnari fyrir krónuna, að sögn hagfræðings.


Tengdar fréttir

Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn

Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum.

Aukinn vaxta­munur hefur ekki ýtt undir inn­flæði fjár­magns í ríkis­bréf

Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri um langt skeið. Þrátt fyrir að vaxtamunurinn hafi meðal annars liðlega tvöfaldast á móti Bandaríkjunum frá áramótum hefur það ekki haft í för með sér innflæði fjármagns í ríkisbréf svo neinu nemur. 

Talað í kross í peningastefnunefnd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­bréfa tók snarpa dýfu eftir kaup er­lends sjóðs

Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku.

„Sviss norðursins“ ekki lengur hrósið sem það áður var

Íslenska hagkerfið fékk gæðastimpil í maí 2022 þegar yfirfjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfélags Evrópu, sagði telja að Ísland gæti í framtíðinni orðið þekkt sem „Sviss norðursins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×