Porto áfram og Atletico tryggði sér efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 22:31 Pepe skoraði í kvöld. Vísir/Getty Porto tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir sigur á Shaktar Donetsk í markaleik. Þá tryggði Atletico Madrid sér efsta sætið í E-riðli. Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Sjá meira
Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Sjá meira