Ísold Klara valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 06:30 Ísold Klara Felixdóttir var valin Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Íþróttabandalag Reykjavíkur Íþróttabandalag Reykjavíkur verðlaunaði í gær það íþróttafólk í höfuðborginni sem stóð sig best árinu að mati ÍBR auk þess að velja besta íþróttalið Reykjavíkur 2023. Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu í ár. Andrea Kolbeinsdóttir er Íþróttakona Reykjavíkur 2023. Andrea átti flott ár en hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Meðal þeirra hlaupa sem hún vann voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea var að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Andrea var ekki eingöngu sigursæl á hlaupabrautinni en hún varð einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni, en einnig fékk hún tvö silfur í sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð. Haraldur Franklín Magnús er Íþróttakarl Reykjavíkur 2023. Haraldur Franklín átti flott ár en hann lék á þrettán mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open og komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Haraldur endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Íþróttafólkið sem var tilnefnt til Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2023 var eftirtalið: Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur Íþróttalið Reykjavíkur er karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Víkingur átti frábært tímabil og er Íslands- og bikarmeistari 2023. Víkings-liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Auk Víkingsliðsins voru tilnefnd kvennalið Víkings í knattspyrnu, kvennalið Vals í knattspyrnu og karlalið SR í íshokkí. Karate Frjálsar íþróttir Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu í ár. Andrea Kolbeinsdóttir er Íþróttakona Reykjavíkur 2023. Andrea átti flott ár en hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Meðal þeirra hlaupa sem hún vann voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea var að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Andrea var ekki eingöngu sigursæl á hlaupabrautinni en hún varð einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni, en einnig fékk hún tvö silfur í sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð. Haraldur Franklín Magnús er Íþróttakarl Reykjavíkur 2023. Haraldur Franklín átti flott ár en hann lék á þrettán mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open og komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Haraldur endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Íþróttafólkið sem var tilnefnt til Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2023 var eftirtalið: Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur Íþróttalið Reykjavíkur er karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Víkingur átti frábært tímabil og er Íslands- og bikarmeistari 2023. Víkings-liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Auk Víkingsliðsins voru tilnefnd kvennalið Víkings í knattspyrnu, kvennalið Vals í knattspyrnu og karlalið SR í íshokkí.
Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur
Karate Frjálsar íþróttir Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira