Hei! Jó! Þingheimur! Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 14. desember 2023 09:01 Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun