Cousins er sókndjarfur miðjumaður sem fer afar vel með boltann og hefur næmt auga fyrir spili. Hún hefur skorað 11 mörk í 37 leikjum í efstu deild hér á landi, en hún lék með Þrótti sumarið 2021 og svo aftur á síðustu leiktíð.
Í tilkynningu Vals segir að ljóst sé að félagið muni missa nokkra leikmenn og því ríki ánægja með að hafa náð samningum við Katie sem muni spila stórt hlutverk.
Á meðal þeirra leikmanna sem kveðja Val er Þórdís Elva Ágústsdóttir sem hélt í atvinnumennsku hjá Växjö í Svíþjóð eftir að hafa verið ein af betri miðjumönnum Bestu deildarinnar í sumar.