Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2023 08:00 Orri í leik með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester United á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn