Mourinho hafði mögulega rétt fyrir sér eftir allt saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 19:39 José Mourinho þegar hann var knattspyrnustjóri Manchester United. Vísir/Getty Images Það eru fimm ár síðan José Mourinho var látinn fara sem þjálfari Manchester United. Meðan hann stýrði liðinu fór hann reglu yfir vandamál félagsins. Ekki löngu þar á undan hafði Louis van Gaal gert slíkt hið sama. Síðan hefur Ralf Rangnick endurtekið leikinn en hefur eitthvað breyst? Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá Man United á yfirstandandi leiktíð. Eftir að skila deildarbikarnum í hús, tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komast í úrslit ensku bikarkeppninnar á sínu fyrsta tímabili var mikill meðbyr með Erik ten Hag fyrir núverandi tímabil. Sumarið var hins vegar afhroð, gríðarleg ferðalög og liðið ekki styrkt nægilega mikið. Síðan byrjaði tímabil og félagið virðist toppa sig dag frá degi. Og ekki á góðan hátt. Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, ritaði grein þar sem hann nefndi að um helgina séu fimm ár síðan Mourinho stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari Man United. Á tíma sínum sem þjálfari, og margoft eftir að hann hélt til Tottenham Hotspur og síðar meir Rómar á Ítalíu, lét José gamminn geysa. Hann tjáði eigendum Man United, Glazer-fjölskuldunni, skoðun sína óumbeðinn. Portúgalinn sagði einfaldlega að það þyrfti að mennta fólkið sem ræki Man Utd í fræðunum er kemur að því að reka sigursælt knattspyrnufélag. Þá sagði hann að ná öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2018 væri eitt af hans helstu afrekum á ferlinum. Ástæðan var einföld, fólk vissi einfaldlega ekki hvað gekk á bakvið tjöldin hjá félaginu. Sirkusinn sem þar var í gangi gerði það að verkum að 2. sætið með Man United var jafn merkilegt og að vinna titla með Porto, Chelsea, Inter Milan og Real Madríd. Þó það megi segja margt um José Mourinho þá virðist hafa hitt naglann á höfuðið en fimm árum síðar virðist ekkert hafa breyst hjá Man United. It s five years this weekend since Jose Mourinho s last game with Man Utd and the end of a broken relationship.Yet a lot of his complaints still ring true today: lack of structure, dressing-room divisions, boardroom failings. Did #MUFC not learn? https://t.co/xZXyJJZi9Q— Daniel Taylor (@DTathletic) December 14, 2023 Gott dæmi um hversu lítil völd þjálfarar félagsins hafa er sú staðreynd að Mourinho vildi losna við Anthony Martial sumarið 2017. Sóknarmaðurinn var hins vegar í uppáhaldi hjá Joel Glazer og því ákvað félagið ekki að selja franska sóknarmanninn. Martial er enn leikmaður Man Utd.EPA-EFE/JOEL CARRETT Mourinho var rekinn eftir tap gegn Liverpol á Anfield, sem er einmitt næsti deildarleikur Man Utd. Nokkrum vikum síðar fékk Martial nýjan samning upp á tæplega tvo milljarða íslenskra króna á ári. Sá samningur rennur loks út næsta sumar og þá virðist sem Martial yfirgefi Old Trafford endanlega. Mourinho lét leikmenn reglulega fá það óþvegið í fjölmiðlum en fjallaði þó aldrei um hversu margir þeirra ættu erfitt með að mæta á réttum tíma. Hann benti þó á þá einföldu staðreynd að félagið hefði leyft ákveðnu andrúmslofti að myndast sem hreinlega ynni gegn því að koma félaginu aftur í hæstu hæðir. Leikmenn hafa völdin, leikmenn ráða hvort þjálfarinn sé rekinn eður ei með því að hætta að standa sig, leikmenn fá hins vegar alltaf annan séns eða nýjan samning sama hvað bjátar á. Stóra spurningin er hvað leikmenn Manchester United gera um helgina, reyna þeir að negla síðasta naglann í kistu Erik ten Hag sem þjálfara félagsins eða reyna þeir að sýna alþjóð af hverju þeir eru með fleiri milljónir í laun á viku fyrir það eitt að sparka eða gripa fótbolta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá Man United á yfirstandandi leiktíð. Eftir að skila deildarbikarnum í hús, tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komast í úrslit ensku bikarkeppninnar á sínu fyrsta tímabili var mikill meðbyr með Erik ten Hag fyrir núverandi tímabil. Sumarið var hins vegar afhroð, gríðarleg ferðalög og liðið ekki styrkt nægilega mikið. Síðan byrjaði tímabil og félagið virðist toppa sig dag frá degi. Og ekki á góðan hátt. Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, ritaði grein þar sem hann nefndi að um helgina séu fimm ár síðan Mourinho stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari Man United. Á tíma sínum sem þjálfari, og margoft eftir að hann hélt til Tottenham Hotspur og síðar meir Rómar á Ítalíu, lét José gamminn geysa. Hann tjáði eigendum Man United, Glazer-fjölskuldunni, skoðun sína óumbeðinn. Portúgalinn sagði einfaldlega að það þyrfti að mennta fólkið sem ræki Man Utd í fræðunum er kemur að því að reka sigursælt knattspyrnufélag. Þá sagði hann að ná öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2018 væri eitt af hans helstu afrekum á ferlinum. Ástæðan var einföld, fólk vissi einfaldlega ekki hvað gekk á bakvið tjöldin hjá félaginu. Sirkusinn sem þar var í gangi gerði það að verkum að 2. sætið með Man United var jafn merkilegt og að vinna titla með Porto, Chelsea, Inter Milan og Real Madríd. Þó það megi segja margt um José Mourinho þá virðist hafa hitt naglann á höfuðið en fimm árum síðar virðist ekkert hafa breyst hjá Man United. It s five years this weekend since Jose Mourinho s last game with Man Utd and the end of a broken relationship.Yet a lot of his complaints still ring true today: lack of structure, dressing-room divisions, boardroom failings. Did #MUFC not learn? https://t.co/xZXyJJZi9Q— Daniel Taylor (@DTathletic) December 14, 2023 Gott dæmi um hversu lítil völd þjálfarar félagsins hafa er sú staðreynd að Mourinho vildi losna við Anthony Martial sumarið 2017. Sóknarmaðurinn var hins vegar í uppáhaldi hjá Joel Glazer og því ákvað félagið ekki að selja franska sóknarmanninn. Martial er enn leikmaður Man Utd.EPA-EFE/JOEL CARRETT Mourinho var rekinn eftir tap gegn Liverpol á Anfield, sem er einmitt næsti deildarleikur Man Utd. Nokkrum vikum síðar fékk Martial nýjan samning upp á tæplega tvo milljarða íslenskra króna á ári. Sá samningur rennur loks út næsta sumar og þá virðist sem Martial yfirgefi Old Trafford endanlega. Mourinho lét leikmenn reglulega fá það óþvegið í fjölmiðlum en fjallaði þó aldrei um hversu margir þeirra ættu erfitt með að mæta á réttum tíma. Hann benti þó á þá einföldu staðreynd að félagið hefði leyft ákveðnu andrúmslofti að myndast sem hreinlega ynni gegn því að koma félaginu aftur í hæstu hæðir. Leikmenn hafa völdin, leikmenn ráða hvort þjálfarinn sé rekinn eður ei með því að hætta að standa sig, leikmenn fá hins vegar alltaf annan séns eða nýjan samning sama hvað bjátar á. Stóra spurningin er hvað leikmenn Manchester United gera um helgina, reyna þeir að negla síðasta naglann í kistu Erik ten Hag sem þjálfara félagsins eða reyna þeir að sýna alþjóð af hverju þeir eru með fleiri milljónir í laun á viku fyrir það eitt að sparka eða gripa fótbolta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira