Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2023 21:36 Málið var tekið fyrir á bæjarþingi í Hafnarfirði árið 1965. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur. Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur.
Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira