Þór/KA færir stuðningsmönnum sína jólagjöf með því að staðfesta nýjan samning hjá besta leikmanni liðsins á miðlum sínum.
Sandra María var með lausan samning en Akureyrarliðinu tókst að halda í sína konu sem eru gleðifréttir fyrir liðið sem hefur misst marga leikmenn suður á síðustu árum.
Sandra hefur verið fastakona í íslenska landsliðinu á þessu ári og fullkomnaði með því endurkoma sína eftir barnsburð.
Hún hefur verið lykilmaður Þór/KA undanfarin tvö sumar eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku.
Hún var fyrirliði liðsins í sumar og var þá með átta mörk og fjórar stoðsendingar í nítján leikjum í Bestu deildinni.
Sandra gekk aftur í raðir Þórs/KA fyrir tímabilið 2022 eftir að hafa verið hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Bayer 04 Leverkusen frá ársbyrjun 2019. Áður hafði hún tvisvar spilað í nokkra mánuði á lánssamningi erlendis, hjá Slavia Prag 2016 og Leverkusen 2018.
Sandra er markahæsti leikmaður Þór/KA í efstu deild frá upphafi með 89 mörk, fimmtán fleiri en næsta kona, og þá er hún aðeins þremur leikjum frá því að komast upp í annað sætið yfir flesta leiki.