Margrét sýknuð í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 14:27 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri vefsíðunnar frettin.is. Vísir Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira