Stærsti orkuframleiðandi heims þarf að setja sér mörk Guðrún Schmidt skrifar 15. desember 2023 14:31 Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun