Gary Anderson örugglega áfram í Alexandra Palace Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 23:17 Gary Anderson og Simon Whitlock mættust í lokaleiknum í kvöld. Vísir/Getty Fjörið í Alexandra Palace hélt áfram í kvöld og fjórir pílukastarar tryggðu sér sæti í 64-manna úrslitum. Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0. Pílukast Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0.
Pílukast Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sjá meira