Osimhen var í þröngri stöðu í teig Cagliari þar sem í það minnsta þrír varnarmenn reyndu að hindra för hans. Hann gerði sér lítið fyrir og hélt boltanum á lofti nokkrum sinnum líkt og hann væri á æfingasvæðinu og skaut sér svo framhjá varnarmönnunum með því að flikka boltanum með nettum skalla.
Tilþrifin eru ótrúleg og minna óneitanlega á sirkuskúnstir sela sem eins og allir vita eru sérfræðingar í að halda boltum á lofti og stýra þeim með trýninu.
's spectacular, mind-blowing, iconic assist, for your enjoyment: pic.twitter.com/agPVMfkIdA
— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 17, 2023
Osimhen var allt í öllu í sóknarleik Napólí í gær. Hann skoraði fyrra mark liðsins á 69. mínútu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Khvicha Kvaratskhelia sex mínútum seinna. Með sigrinum fór Napólí upp í 4. sæti Seríu A, tveimur stigum á undan Róma sem sækja Bolgona heim í dag.