Þakklát íslensku þjóðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 16:09 Asil missti fótinn í árasinni aðeins sautján ára gömul. Vísir/Samsett Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum. Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira