Sherrock skráði sig í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að vinna leik, og það tvo, á HM 2020. Síðan hefur hún ekki unnið leik á HM og það breyttist ekki í gær.
Sherrock tapaði þá fyrir Hollendingnum Jermaine Wattimena, 3-1. Sherrock byrjaði vel og vann fyrsta settið en gaf svo mikið eftir og Wattimena seig framúr.
WONDERFUL WATTIMENA GOES THROUGH!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2023
Big pressure match dealt with by Wattimena as he sees off Fallon Sherrock 3-1 to reach the Second Round!
https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R1 pic.twitter.com/ONn7chkKVH
„Augljóslega er ég miður mín með úrslitin. Ég spilaði vel á köflum en nýtti ekki færin á lykilaugnablikum og það varð mér að falli,“ sagði Sherrock eftir leikinn í Alexandra höllinni í London í gær.
„Jermaine á allt hrós skilið. Hann var betri í kvöld og refsaði mér fyrir að nýta ekki færin.“
Luke Humphries, sem þykir líklegastur til að verða heimsmeistari, lenti í smá vandræðum með Lee Evans en vann þrátt fyrir það 3-0 sigur. Evans átti samt tilþrif kvöldsins með útskoti upp á 170.
THE BIG FISH IS REELED IN!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2023
The first 170 checkout of the tournament as Lee Evans finds it to close the gap in set two against Luke Humphries!
Majestic
https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R1 pic.twitter.com/ZMiwexLVm1
Í hinum leikjum gærkvöldsins á HM vann Florian Hempel Dylan Slevin, 1-3, og Niels Zonneveld sigraði Darren Webster, 3-1.
Fjórir leikir eru á dagskrá á HM í kvöld. Bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55.