Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 14:33 Arnar Gunnlaugsson í Víkinni í dag. Óvissa ríkir um framtíð hans hjá Víkingum. vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. Arnar segir fundi sína með forráðamönnum Norrköping hafa verið ánægjulega en einnig áskorun. Ætla má að það styttist mjög í ákvörðun hjá félaginu og að minnsta kosti ljóst að Arnar virðist koma sterklega til greina, en Svíarnir hafa þó enn ekki hafið viðræður við Víkinga um hvað það kæmi til með að kosta að fá Arnar sem enn á tvö ár eftir af samningi við félagið. Víkingar kynntu til leiks þrjá nýja leikmenn í dag, þá Jón Guðna Fjóluson, Valdimar Þór Ingimundarson og Pálma Rafn Arinbjörnsson, og Vísir spurði Arnar einfaldlega hvort að hann yrði þjálfari þeirra: „Eins og staðan er í dag já. Ég á tvö ár eftir hjá Víkingunum. Ég er búinn að taka þátt í ákveðnu ferli hjá Norrköping sem hefur verið mikill heiður og mikil reynsla, en ef að þeir svo velja mig þá þurfa þeir bara að tala við Víkingana og sjá hvað verður. Ég er mjög hamingjusamur hérna og á tvö ár eftir af samningnum hérna, og á meðan svo er þá er ég þjálfari Víkings.“ Nýju mennirnir láta óvissuna ekki trufla sig Arnar hrósaði nýju leikmönnunum í hástert og þó að hrifningin sé gagnkvæm þá vildu þeir ekki meina að það væri úrslitaatriði hvort að Arnar yrði áfram þjálfari Víkinga. „Það eru blendnar tilfinningar varðandi þetta. Auðvitað vill maður að hann verði hérna áfram en maður vill líka að íslenskum þjálfurum gangi vel og þeir fái tækifæri til að fara erlendis. En þetta var ekki eitthvað „make or break“ fyrir mig,“ sagði Jón Guðni við Vísi í dag. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi truflað en maður velti þessu svo sem fyrir sér,“ sagði Valdimar. Náð vel saman við forráðamenn sænska félagsins Arnar samsinnir því að fundirnir með forráðamönnum Norrköping hafi gengið vel. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ segir Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá sé félagið áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt.“ Valdimar Þór Ingimundarson hefur lengi verið í sigti Arnars.vísir/Sigurjón „Alls ekki að koma heim til að deyja“ Nýju leikmennirnir sem Arnar kynnti til leiks virðast fyrir fram gera Íslands- og bikarmeistarana að enn betra fótboltaliði, jafnvel eftir yfirburðina sem liðið hafði á síðasta tímabili. „Jón Guðni er búinn að vera frábær atvinnumaður í nokkuð mörg ár. Það er gaman frá því að segja að þegar ég endaði minn feril hjá Fram þá var hann að koma fram sem ungur og góður leikmaður. Við áttum gott ár saman þar. Núna er hann að koma heim, búinn að vera töluvert meiddur síðustu tvö ár, en maður heyrir að hann er mjög hungraður og alls ekki að koma heim til að deyja. Ég held að hann finni fyrir metnaðinum hjá klúbbnum og vilji taka þátt í þessu ævintýri,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs um nýja þríeykið „Hentar okkur gríðarlega vel“ „Valdimar er prófíll sem hentar okkur gríðarlega vel. Öðruvísi framherji en þeir sem við höfðum fyrir. Við reyndum mikið að fá hann eftir tímabilið í Fylki en augljóslega valdi hann að fara erlendis. Nú erum við hérna, 3-4 árum síðar, og loksins búnir að klófesta hann. Við væntum mikils af honum. Hann er að koma í frábæran klúbb og eins og með alla strákana sem hafa komið hingað erlendis frá þá virka þeir svo vel stemmdir fyrir því. Valdimar er ekki einu sinni kominn á besta aldur. Aron [Elís Þrándarson] valdi í sumar að koma til okkar í staðinn fyrir að vera áfram í atvinnumennsku. Þetta sýnir hvað við erum komnir langt og að íslenskur fótbolti er á góðri leið. Hann vill taka þátt í spennandi verkefni með okkur. Við höfum svo fylgst lengi með Pálma. Það var mjög sorglegt að missa Dodda [Þórð Ingason, markvörð] en þvílíkur þjónn sem hann hefur verið fyrir félagið og mig. Pálmi er ekki að koma hingað til að vera einhver varaskeifa, alvöru „keeper“ sem hefur lært sitt fag hjá ensku úrvalsdeildarfélagi. Hann ætlar að berjast við Ingvar um markmannsstöðuna og þannig viljum við hafa þetta. Samkeppni í öllum stöðum. Ég vænti mikils af honum eins og þeim öllum þremur.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Arnar segir fundi sína með forráðamönnum Norrköping hafa verið ánægjulega en einnig áskorun. Ætla má að það styttist mjög í ákvörðun hjá félaginu og að minnsta kosti ljóst að Arnar virðist koma sterklega til greina, en Svíarnir hafa þó enn ekki hafið viðræður við Víkinga um hvað það kæmi til með að kosta að fá Arnar sem enn á tvö ár eftir af samningi við félagið. Víkingar kynntu til leiks þrjá nýja leikmenn í dag, þá Jón Guðna Fjóluson, Valdimar Þór Ingimundarson og Pálma Rafn Arinbjörnsson, og Vísir spurði Arnar einfaldlega hvort að hann yrði þjálfari þeirra: „Eins og staðan er í dag já. Ég á tvö ár eftir hjá Víkingunum. Ég er búinn að taka þátt í ákveðnu ferli hjá Norrköping sem hefur verið mikill heiður og mikil reynsla, en ef að þeir svo velja mig þá þurfa þeir bara að tala við Víkingana og sjá hvað verður. Ég er mjög hamingjusamur hérna og á tvö ár eftir af samningnum hérna, og á meðan svo er þá er ég þjálfari Víkings.“ Nýju mennirnir láta óvissuna ekki trufla sig Arnar hrósaði nýju leikmönnunum í hástert og þó að hrifningin sé gagnkvæm þá vildu þeir ekki meina að það væri úrslitaatriði hvort að Arnar yrði áfram þjálfari Víkinga. „Það eru blendnar tilfinningar varðandi þetta. Auðvitað vill maður að hann verði hérna áfram en maður vill líka að íslenskum þjálfurum gangi vel og þeir fái tækifæri til að fara erlendis. En þetta var ekki eitthvað „make or break“ fyrir mig,“ sagði Jón Guðni við Vísi í dag. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi truflað en maður velti þessu svo sem fyrir sér,“ sagði Valdimar. Náð vel saman við forráðamenn sænska félagsins Arnar samsinnir því að fundirnir með forráðamönnum Norrköping hafi gengið vel. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ segir Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá sé félagið áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt.“ Valdimar Þór Ingimundarson hefur lengi verið í sigti Arnars.vísir/Sigurjón „Alls ekki að koma heim til að deyja“ Nýju leikmennirnir sem Arnar kynnti til leiks virðast fyrir fram gera Íslands- og bikarmeistarana að enn betra fótboltaliði, jafnvel eftir yfirburðina sem liðið hafði á síðasta tímabili. „Jón Guðni er búinn að vera frábær atvinnumaður í nokkuð mörg ár. Það er gaman frá því að segja að þegar ég endaði minn feril hjá Fram þá var hann að koma fram sem ungur og góður leikmaður. Við áttum gott ár saman þar. Núna er hann að koma heim, búinn að vera töluvert meiddur síðustu tvö ár, en maður heyrir að hann er mjög hungraður og alls ekki að koma heim til að deyja. Ég held að hann finni fyrir metnaðinum hjá klúbbnum og vilji taka þátt í þessu ævintýri,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs um nýja þríeykið „Hentar okkur gríðarlega vel“ „Valdimar er prófíll sem hentar okkur gríðarlega vel. Öðruvísi framherji en þeir sem við höfðum fyrir. Við reyndum mikið að fá hann eftir tímabilið í Fylki en augljóslega valdi hann að fara erlendis. Nú erum við hérna, 3-4 árum síðar, og loksins búnir að klófesta hann. Við væntum mikils af honum. Hann er að koma í frábæran klúbb og eins og með alla strákana sem hafa komið hingað erlendis frá þá virka þeir svo vel stemmdir fyrir því. Valdimar er ekki einu sinni kominn á besta aldur. Aron [Elís Þrándarson] valdi í sumar að koma til okkar í staðinn fyrir að vera áfram í atvinnumennsku. Þetta sýnir hvað við erum komnir langt og að íslenskur fótbolti er á góðri leið. Hann vill taka þátt í spennandi verkefni með okkur. Við höfum svo fylgst lengi með Pálma. Það var mjög sorglegt að missa Dodda [Þórð Ingason, markvörð] en þvílíkur þjónn sem hann hefur verið fyrir félagið og mig. Pálmi er ekki að koma hingað til að vera einhver varaskeifa, alvöru „keeper“ sem hefur lært sitt fag hjá ensku úrvalsdeildarfélagi. Hann ætlar að berjast við Ingvar um markmannsstöðuna og þannig viljum við hafa þetta. Samkeppni í öllum stöðum. Ég vænti mikils af honum eins og þeim öllum þremur.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira