Hafi verið þekktur á Akranesi fyrir að ofsækja konur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2023 21:16 Árásin sem málið varðar átti sér stað á Akranesi í mars í fyrra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðdómur Vesturlands dæmdi í dag í máli sem varðar líkamsárás sem átti sér stað í mars í fyrra á Akranesi. Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur. Dómsmál Akranes Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur.
Dómsmál Akranes Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira