Skásta staðsetningin sem hægt var að fá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2023 02:48 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Búast má við því að hratt muni draga úr hraunflæði eldgossins á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir gosið á besta stað miðað við aðstæður. Hraun renni ekki í átt að Grindavík, og það þurfi að renna langt til að ná varnargörðum við Svartsengi. „Sú lýsing sem hefur komið fram, og hún bara stendur, er að þetta er verulegt gos. Það er fjögurra kílómetra löng sprunga sem nær svona frá Sundhnúk og vel norður fyrir Stóra-Skógfell,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að loknum stöðufundi vísindamanna og viðbragðsaðila í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð nú í nótt. Kvikurennslið sé mikið miðað við fyrri gos á svæðinu. Gróflega metið sé það nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „En það er sjálfsagt byrjað að draga úr því nú þegar. Hraunið rennur meira til austurs en til vesturs, sem er heppilegt. Það er ekki hraunrennsli í átt til Grindavíkur og það er töluverður spotti áður en þetta myndi ná niður að þessum nýju varnargörðum við Svartsengi og það svæði. Þannig að staðsetningin er sú skásta sem hægt er að fá miðað við það að þetta er virkt svæði.“ Fljúga aftur yfir klukkan fjögur Reikna megi með því að dragi úr hraunflæðinu, þó ómögulegt sé að segja hversu stórt gosið reynist þegar upp er staðið. „Það gæti staðið í einhvern tíma, en það myndi þá væntanlega draga töluvert úr hraunrennslinu mjög hratt eins og gerist eftir kröftugt upphaf svona gosa. Það er algengast.“ Magnús Tumi mun ásamt fleiri vísindamönnum fara í vísindaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan fjögur í nótt. „Við förum aftur með þyrlunni og tökum þá stöðuna aftur og berum saman við það sem við sáum um miðnætti,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31 Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
„Sú lýsing sem hefur komið fram, og hún bara stendur, er að þetta er verulegt gos. Það er fjögurra kílómetra löng sprunga sem nær svona frá Sundhnúk og vel norður fyrir Stóra-Skógfell,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að loknum stöðufundi vísindamanna og viðbragðsaðila í húsakynnum Almannavarna í Skógarhlíð nú í nótt. Kvikurennslið sé mikið miðað við fyrri gos á svæðinu. Gróflega metið sé það nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „En það er sjálfsagt byrjað að draga úr því nú þegar. Hraunið rennur meira til austurs en til vesturs, sem er heppilegt. Það er ekki hraunrennsli í átt til Grindavíkur og það er töluverður spotti áður en þetta myndi ná niður að þessum nýju varnargörðum við Svartsengi og það svæði. Þannig að staðsetningin er sú skásta sem hægt er að fá miðað við það að þetta er virkt svæði.“ Fljúga aftur yfir klukkan fjögur Reikna megi með því að dragi úr hraunflæðinu, þó ómögulegt sé að segja hversu stórt gosið reynist þegar upp er staðið. „Það gæti staðið í einhvern tíma, en það myndi þá væntanlega draga töluvert úr hraunrennslinu mjög hratt eins og gerist eftir kröftugt upphaf svona gosa. Það er algengast.“ Magnús Tumi mun ásamt fleiri vísindamönnum fara í vísindaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan fjögur í nótt. „Við förum aftur með þyrlunni og tökum þá stöðuna aftur og berum saman við það sem við sáum um miðnætti,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31 Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Vindátt heppileg en gasi gæti slegið niður í Þorlákshöfn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt. 19. desember 2023 02:31
Hraunið renni tífalt hraðar en krafturinn gæti varað skammt Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu. 19. desember 2023 01:10
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25