„Mig langar að sýna hvernig gott fólk gerir slæma hluti“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. desember 2023 07:00 Bergþóra Snæbjörnsdóttir er viðmælandi í Jólasögu. Vísir/Vilhelm „Jólin koma alveg þó að það sé einhver þvottur í óhreinatauskörfunni. Ég fann fyrir létti þegar ég uppgötvaði það,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Hún er viðmælandi í Jólasögu. Hér má sjá viðtalið við Bergþóru í heild sinni: Klippa: Jólasaga - Bergþóra Snæbjörnsdóttir „Ó, fjöllin“ Skáldskapurinn kallaði snemma á Bergþóru en hún byrjaði að skrifa ljóð á svipuðum tíma og hún lærði að skrifa fyrstu orðin. „Ég er alin upp í sveit og það eru til mjög dramatísk ljóð eftir mig um fjöllin og náttúruna. Allt sem byrjar á Ó og svo kommu. Ó, fjöllin. Það var bara svona um fjögurra eða fimm ára aldur.“ Hún segist þó ekki hafa áttað sig á því að hægt væri að starfa sem rithöfundur. „Ég ætlaði að vera bóndi og einstæð tveggja barna móðir. Ég sá ekki fyrir mér að eignast mann og það var enginn í kringum mig að vinna við neitt skapandi. Ég var þó alltaf að skrifa, það var alltaf mín aðferð við að tjá mig og fá útrás.“ Í okkur öllum að vilja gefa upp stjórnina Bergþóra sendi nýverið frá sér bókina Duft - Söfnuður fallega fólksins sem var valið besta íslenska skáldverkið í ár af starfsfólki bókaverslana. Í bókinni fá lesendur að meðal annars innsýn í heim fegurðardýrkunar og sértrúarsöfnuðar. Þegar Bergþóra er spurð út í karaktersköpun sína segir hún að forvitni hennar á mannfólkinu spili þar lykilhlutverk. „Í þessari bók er ég að hugsa hvernig kemst manneskjan á þennan stað. Bókin byrjar á því að Verónika, aðalpersóna bókarinnar, er í eyðimörkinni í Marokkó og kemur að manni, sem hún kallar Prins, látnum. Og hún fer að gera hann fallegan upp á nýtt. Það var innblásið af lítilli grein sem ég las á erlendum vefmiðli um sértrúarsöfnuð í Bandaríkjunum, þar sem þau voru búin að vefja leiðtoga sinn, sem kallaði sig Mother God, inn í svefnpoka og skreyta hana með blikkandi jólaljósum. Hún fannst mörgum vikum eftir dauða sinn. Ég hugsaði bara hvernig? Ég las mig til um fylgjendur hennar og þetta virtist vera venjulegt fólk. En það er einhver skortur, það er eitthvað sem gerir það að verkum að þau sækjast í að gefa upp stjórnina á eigin lífi. Það er kannski bara í okkur öllum held ég. Það er einhver hluti af okkur sem þráir að gefa upp stjórnina og svo er hinn hlutinn sem vill stjórna öllu.“ Hún segir mikilvægt fyrir sig að karakterar hennar séu breyskir. „Af því að fólk er breyskt og ég er breysk og mig langar alltaf að sýna hvernig gott fólk gerir slæma hluti. Það er svolítið það sem er gegnum gangandi þema í verkum mínum.“ Alltaf hrædd en samt óhrædd við að skrifa óþægileg viðfangsefni Aðspurð segist Bergþóra alltaf hrædd um viðbrögð við bókum sínum. „Ég reyni að ljúga að mér að ég sé sultuslök. En þegar þú ert búin að búa með verki í svona langan tíma þá auðvitað er þetta smá eins og kannski að senda barnið þitt í skólann fyrsta daginn. Þig langar að kíkja á gluggana og banka á þá. Maður þarf svolítið að stilla sig um það og leyfa því að eiga sjálfstætt líf. Ég ber alltaf mikla hlýju gagnvart karakterunum. En ég er oft mjög hrædd samt þegar ég er að skrifa þá því ég er oft að skrifa karaktera sem eru með mikla fordóma, geta verið rasískir eða með fitufordóma eins og í þessari bók. Það er óþægilegt að skrifa það.“ Hún bætir þó við að hræðslan stoppi hana ekki af. „Ég vil skrifa bækur sem hreyfa við mér. Mér finnst gaman að lesa bækur sem hreyfa við mér þannig að ég reyni að skrifa bækur sem hreyfa við mér og það er óþægilegt.“ Bergþóra Snæbjörnsdóttir segir mikilvægt að karakterar sínir séu breyskir. Vísir/Vilhelm „Djúpt tilgangsleysi og depurð“ En hvað tekur svo við þegar ferlinu lýkur og bókin er komin út? „Bara djúpt tilgangsleysi og depurð,“ segir Bergþóra hlæjandi. „Þar sem mér líður eins og mér muni aldrei aftur detta neitt í hug og þetta hafi mögulega verið tilgangslaust. Ég er alltaf mjög tætt í jólabókaflóðinu,“ segir Bergþóra og bætir við að skammdegið spili þar sömuleiðis hlutverk. „Það er líka brestur hjá mér að mér finnst tilvera mín svo árangurstengd. Þannig að á meðan ég er ekki að skrifa líður mér eins og fullkomnum lúser. En það er alltaf svolítið sársaukafull sjálfsskoðun sem tekur við og yfirleitt sprettur eitthvað upp úr því.“ Hélt að jólin snerust um að hafa allt fullkomið Bergþóra býr með manni sínum, rithöfundinum Braga Páli Sigurðssyni, og tveimur börnum. Hún segir að þau sem fjölskylda móti sínar eigin jólahefðir. „Ég er ekkert rosalega vanaföst, er frekar kaotísk og maðurinn minn líka þannig það er allur gangur á því,“ segir Bergþóra kímin og bætir við: „Jólin koma alveg þó að það sé einhver þvottur í óhreinatauskörfunni. Ég fann fyrir létti þegar ég uppgötvaði það. Því ég reyndi alltaf að hafa allt fullkomið, ég hélt að jólin snerust um að hafa allt fullkomið, og það voru bara alltaf vonbrigði. Þannig að þetta snýst svolítið um að hlúa að sér, stilla væntingum í hóf og njóta þess að spila, hlusta á jólatónlist, fíflast og hafa kósí.“ Hún segir að það sem sé hvað mikilvægast fyrir sig í jólatíðinni sé að mæta sér í mildi. „Þegar ég er orðin sveitt undir handarkrikanum að hlaupa um allt og garga á fjölskylduna mína á Þorláksmessu þá er þetta ekki lengur að ganga. Við erum með svona nokkra fasta punkta, við förum í friðargöngu, við erum mikið búin að vera að tala um Palestínu og Gasa við börnin okkar, þau eru búin að vera að undirbúa gjafir sem þau ætla að senda börnum og þá fæ ég svona jólatilfinningu. Það er það sem þetta snýst um, ekki um að vera með rétta skrautið eða að maturinn sé fullkominn.“ Jólasaga Jól Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. 12. desember 2023 07:01 Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. 5. desember 2023 07:00 Stefnir á að skrifa glæpaleikrit Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Bergþóru í heild sinni: Klippa: Jólasaga - Bergþóra Snæbjörnsdóttir „Ó, fjöllin“ Skáldskapurinn kallaði snemma á Bergþóru en hún byrjaði að skrifa ljóð á svipuðum tíma og hún lærði að skrifa fyrstu orðin. „Ég er alin upp í sveit og það eru til mjög dramatísk ljóð eftir mig um fjöllin og náttúruna. Allt sem byrjar á Ó og svo kommu. Ó, fjöllin. Það var bara svona um fjögurra eða fimm ára aldur.“ Hún segist þó ekki hafa áttað sig á því að hægt væri að starfa sem rithöfundur. „Ég ætlaði að vera bóndi og einstæð tveggja barna móðir. Ég sá ekki fyrir mér að eignast mann og það var enginn í kringum mig að vinna við neitt skapandi. Ég var þó alltaf að skrifa, það var alltaf mín aðferð við að tjá mig og fá útrás.“ Í okkur öllum að vilja gefa upp stjórnina Bergþóra sendi nýverið frá sér bókina Duft - Söfnuður fallega fólksins sem var valið besta íslenska skáldverkið í ár af starfsfólki bókaverslana. Í bókinni fá lesendur að meðal annars innsýn í heim fegurðardýrkunar og sértrúarsöfnuðar. Þegar Bergþóra er spurð út í karaktersköpun sína segir hún að forvitni hennar á mannfólkinu spili þar lykilhlutverk. „Í þessari bók er ég að hugsa hvernig kemst manneskjan á þennan stað. Bókin byrjar á því að Verónika, aðalpersóna bókarinnar, er í eyðimörkinni í Marokkó og kemur að manni, sem hún kallar Prins, látnum. Og hún fer að gera hann fallegan upp á nýtt. Það var innblásið af lítilli grein sem ég las á erlendum vefmiðli um sértrúarsöfnuð í Bandaríkjunum, þar sem þau voru búin að vefja leiðtoga sinn, sem kallaði sig Mother God, inn í svefnpoka og skreyta hana með blikkandi jólaljósum. Hún fannst mörgum vikum eftir dauða sinn. Ég hugsaði bara hvernig? Ég las mig til um fylgjendur hennar og þetta virtist vera venjulegt fólk. En það er einhver skortur, það er eitthvað sem gerir það að verkum að þau sækjast í að gefa upp stjórnina á eigin lífi. Það er kannski bara í okkur öllum held ég. Það er einhver hluti af okkur sem þráir að gefa upp stjórnina og svo er hinn hlutinn sem vill stjórna öllu.“ Hún segir mikilvægt fyrir sig að karakterar hennar séu breyskir. „Af því að fólk er breyskt og ég er breysk og mig langar alltaf að sýna hvernig gott fólk gerir slæma hluti. Það er svolítið það sem er gegnum gangandi þema í verkum mínum.“ Alltaf hrædd en samt óhrædd við að skrifa óþægileg viðfangsefni Aðspurð segist Bergþóra alltaf hrædd um viðbrögð við bókum sínum. „Ég reyni að ljúga að mér að ég sé sultuslök. En þegar þú ert búin að búa með verki í svona langan tíma þá auðvitað er þetta smá eins og kannski að senda barnið þitt í skólann fyrsta daginn. Þig langar að kíkja á gluggana og banka á þá. Maður þarf svolítið að stilla sig um það og leyfa því að eiga sjálfstætt líf. Ég ber alltaf mikla hlýju gagnvart karakterunum. En ég er oft mjög hrædd samt þegar ég er að skrifa þá því ég er oft að skrifa karaktera sem eru með mikla fordóma, geta verið rasískir eða með fitufordóma eins og í þessari bók. Það er óþægilegt að skrifa það.“ Hún bætir þó við að hræðslan stoppi hana ekki af. „Ég vil skrifa bækur sem hreyfa við mér. Mér finnst gaman að lesa bækur sem hreyfa við mér þannig að ég reyni að skrifa bækur sem hreyfa við mér og það er óþægilegt.“ Bergþóra Snæbjörnsdóttir segir mikilvægt að karakterar sínir séu breyskir. Vísir/Vilhelm „Djúpt tilgangsleysi og depurð“ En hvað tekur svo við þegar ferlinu lýkur og bókin er komin út? „Bara djúpt tilgangsleysi og depurð,“ segir Bergþóra hlæjandi. „Þar sem mér líður eins og mér muni aldrei aftur detta neitt í hug og þetta hafi mögulega verið tilgangslaust. Ég er alltaf mjög tætt í jólabókaflóðinu,“ segir Bergþóra og bætir við að skammdegið spili þar sömuleiðis hlutverk. „Það er líka brestur hjá mér að mér finnst tilvera mín svo árangurstengd. Þannig að á meðan ég er ekki að skrifa líður mér eins og fullkomnum lúser. En það er alltaf svolítið sársaukafull sjálfsskoðun sem tekur við og yfirleitt sprettur eitthvað upp úr því.“ Hélt að jólin snerust um að hafa allt fullkomið Bergþóra býr með manni sínum, rithöfundinum Braga Páli Sigurðssyni, og tveimur börnum. Hún segir að þau sem fjölskylda móti sínar eigin jólahefðir. „Ég er ekkert rosalega vanaföst, er frekar kaotísk og maðurinn minn líka þannig það er allur gangur á því,“ segir Bergþóra kímin og bætir við: „Jólin koma alveg þó að það sé einhver þvottur í óhreinatauskörfunni. Ég fann fyrir létti þegar ég uppgötvaði það. Því ég reyndi alltaf að hafa allt fullkomið, ég hélt að jólin snerust um að hafa allt fullkomið, og það voru bara alltaf vonbrigði. Þannig að þetta snýst svolítið um að hlúa að sér, stilla væntingum í hóf og njóta þess að spila, hlusta á jólatónlist, fíflast og hafa kósí.“ Hún segir að það sem sé hvað mikilvægast fyrir sig í jólatíðinni sé að mæta sér í mildi. „Þegar ég er orðin sveitt undir handarkrikanum að hlaupa um allt og garga á fjölskylduna mína á Þorláksmessu þá er þetta ekki lengur að ganga. Við erum með svona nokkra fasta punkta, við förum í friðargöngu, við erum mikið búin að vera að tala um Palestínu og Gasa við börnin okkar, þau eru búin að vera að undirbúa gjafir sem þau ætla að senda börnum og þá fæ ég svona jólatilfinningu. Það er það sem þetta snýst um, ekki um að vera með rétta skrautið eða að maturinn sé fullkominn.“
Jólasaga Jól Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. 12. desember 2023 07:01 Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. 5. desember 2023 07:00 Stefnir á að skrifa glæpaleikrit Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. 12. desember 2023 07:01
Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. 5. desember 2023 07:00
Stefnir á að skrifa glæpaleikrit Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna. 20. desember 2023 07:01