Hommar eru gæðablóð S. Maggi Snorrason skrifar 20. desember 2023 07:01 Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun