Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 09:00 Ekkert er gefið upp um það hvar íbúðin er. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira