Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjólastólinn Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 16:52 Maðurinn notar rafmagnshjólastól. Myndin tengist fréttinni ekki beint. 24K-Production/Getty Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið. Af þessu myndist óþefur og aukin hætta á bakteríusýkingu. Því sé gott að eiga auka áklæði á sessuna í bakpokanum í þeim tilvikum. Í sjónarmiðum Sjúkratrygginga Íslands fyrir því að synja umsókn mannsins segir að það hafi verið gert á þeim grundvelli að þegar hefði verið samþykkt leyfilegt magn áklæða samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja. Tvö áklæði nóg Nýtt sérmótað sæti hafi verið samþykkt fyrir manninn í nóvember 2022 og með öllum samþykktum sætum fylgi áklæði og aukaáklæði. Í tölvupóstsamskiptum starfsmanns Sjúkratrygginga Íslands við sjúkraþjálfara mannins, dagsettum í febrúar 2023, hafi verið staðfest að maðurinn hafi fengið bæði áklæðin afhent. Samkvæmt reglugerðinni sé eingöngu heimilt að samþykkja eitt tæki af hverri gerð nema í undantekningartilvikum sem tilgreind séu í reglugerð. Vegna hreinlætissjónarmiða fylgi þó alltaf tvö áklæði með sætum í rafmagnshjólastóla þar sem nauðsynlegt sé að hafa áklæði til skiptanna. Það sama gildi til dæmis um snúningslök, samþykkt séu tvö lök, til að hægt sé að hafa til skiptanna. Í tilviki mannsins sé verið að sækja um þriðja áklæðið á sæti í hjólastól og sé það mat Sjúkratrygginga Íslands að þegar hafi verið samþykkt leyfilegt magn, auk þess að undanþága hafi þegar verið gerð frá meginreglunni um eitt hjálpartæki á hvern einstakling. Að öllu framangreindu virtu sé það mat Sjúkratrygginga að ekki sé heimilt að samþykkja þriðja áklæðið á sérmótað sæti mannsins. Ekki nauðsynlegt þó það kynni að koma sér vel fyrir hann Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins notist maðurinn við rafmagnhjólastól með sérsmíðuðu sæti og þegar hann kastar af sér þvagi lendi iðulega eitthvað í sessunni. Ljóst sé að þurfi að þvo og skipta um áklæðið nokkuð ört með tillit til hreinlætis. Því telji úrskurðarnefndin ljóst að maðurinn hafi þörf fyrir áklæði til skiptanna og hann hafi nú þegar fengið slíkt aukaáklæði. Úrskurðarnefndin fái hins vegar ekki ráðið að þriðja áklæðið sé manninum nauðsynlegt þrátt fyrir að það kynni að koma sér vel fyrir hann. Úrskurðarnefnd velferðarmála telji því að skilyrði fyrir greiðslu styrks til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól séu ekki uppfyllt í tilviki mannsins. Með hliðsjón af framangreindu sé ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að synja umsókn mannsins um styrk til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól, staðfest. Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Sjúkratryggingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Af þessu myndist óþefur og aukin hætta á bakteríusýkingu. Því sé gott að eiga auka áklæði á sessuna í bakpokanum í þeim tilvikum. Í sjónarmiðum Sjúkratrygginga Íslands fyrir því að synja umsókn mannsins segir að það hafi verið gert á þeim grundvelli að þegar hefði verið samþykkt leyfilegt magn áklæða samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja. Tvö áklæði nóg Nýtt sérmótað sæti hafi verið samþykkt fyrir manninn í nóvember 2022 og með öllum samþykktum sætum fylgi áklæði og aukaáklæði. Í tölvupóstsamskiptum starfsmanns Sjúkratrygginga Íslands við sjúkraþjálfara mannins, dagsettum í febrúar 2023, hafi verið staðfest að maðurinn hafi fengið bæði áklæðin afhent. Samkvæmt reglugerðinni sé eingöngu heimilt að samþykkja eitt tæki af hverri gerð nema í undantekningartilvikum sem tilgreind séu í reglugerð. Vegna hreinlætissjónarmiða fylgi þó alltaf tvö áklæði með sætum í rafmagnshjólastóla þar sem nauðsynlegt sé að hafa áklæði til skiptanna. Það sama gildi til dæmis um snúningslök, samþykkt séu tvö lök, til að hægt sé að hafa til skiptanna. Í tilviki mannsins sé verið að sækja um þriðja áklæðið á sæti í hjólastól og sé það mat Sjúkratrygginga Íslands að þegar hafi verið samþykkt leyfilegt magn, auk þess að undanþága hafi þegar verið gerð frá meginreglunni um eitt hjálpartæki á hvern einstakling. Að öllu framangreindu virtu sé það mat Sjúkratrygginga að ekki sé heimilt að samþykkja þriðja áklæðið á sérmótað sæti mannsins. Ekki nauðsynlegt þó það kynni að koma sér vel fyrir hann Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins notist maðurinn við rafmagnhjólastól með sérsmíðuðu sæti og þegar hann kastar af sér þvagi lendi iðulega eitthvað í sessunni. Ljóst sé að þurfi að þvo og skipta um áklæðið nokkuð ört með tillit til hreinlætis. Því telji úrskurðarnefndin ljóst að maðurinn hafi þörf fyrir áklæði til skiptanna og hann hafi nú þegar fengið slíkt aukaáklæði. Úrskurðarnefndin fái hins vegar ekki ráðið að þriðja áklæðið sé manninum nauðsynlegt þrátt fyrir að það kynni að koma sér vel fyrir hann. Úrskurðarnefnd velferðarmála telji því að skilyrði fyrir greiðslu styrks til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól séu ekki uppfyllt í tilviki mannsins. Með hliðsjón af framangreindu sé ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að synja umsókn mannsins um styrk til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól, staðfest.
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Sjúkratryggingar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira