Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 23:30 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og hefur ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í Palestínu í upphafi október en starfsfólk ráðuneytis á í stöðugum samskiptum þar sem skýrar kröfur um vopnahlé hafa verið lagðar fram. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13