Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 21:31 Frá einu af Kröflugosunum níu. Þar sáust háir kvikustrókar og miklar hraunár, sem gátu runnið ógnarhratt. Skjáskot/RÚV Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér: Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér:
Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00
Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30