Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 06:26 Fólk freistar þess að fá heita máltíð í Rafah. Hungursneyð er sögð blasa við á Gasa að óbreyttu. AP/Fatima Shbair Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. Frá þessu greindi Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, í gær en hún sagði breytingar á tillögunni meðal annars fólgnar í því að ekki er talað um „tafarlausa stöðvun átaka“. Þess í stað er orðalagið á þann hátt að neyðaraðstoð verði tryggð á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvort öll önnur ríki sem eiga fulltrúa í öryggisráðinu séu fylgjandi tillögunni, til að mynda Rússland. Þá vildi Thomas-Greenfield ekki gefa upp í gær hvað Bandaríkin myndu gera, hvort þau myndu greiða atkvæði með tillögunni eða sitja hjá. Að minnsta kosti virðist sem Bandaríkjamenn muni ekki beita neitunarvaldi sínu, sem þeir hafa nú þegar gert í tvígang varðandi tillögur um vopnahlé á Gasa. Samkvæmt Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) héldu loftárásir Ísraelsmanna á Gasa áfram í gær. Þá var einnig barist víðast hvar á svæðinu, nema í Rafah. Hamas gerði einnig loftárásir á svæði í Ísrael. Hungursneyð er sögð blasa við íbúum Gasa að óbreyttu. Rania Al Abdullah, drottning Jórdaníu, sagði í aðsendri grein í Washington Post, að ástandið líktist martröð og sagði nýtt viðmið að skapast um hvað þætti ásættanlegt, sem væri áhyggjuefni fyrir þessi átök og átök framtíðar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Frá þessu greindi Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, í gær en hún sagði breytingar á tillögunni meðal annars fólgnar í því að ekki er talað um „tafarlausa stöðvun átaka“. Þess í stað er orðalagið á þann hátt að neyðaraðstoð verði tryggð á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvort öll önnur ríki sem eiga fulltrúa í öryggisráðinu séu fylgjandi tillögunni, til að mynda Rússland. Þá vildi Thomas-Greenfield ekki gefa upp í gær hvað Bandaríkin myndu gera, hvort þau myndu greiða atkvæði með tillögunni eða sitja hjá. Að minnsta kosti virðist sem Bandaríkjamenn muni ekki beita neitunarvaldi sínu, sem þeir hafa nú þegar gert í tvígang varðandi tillögur um vopnahlé á Gasa. Samkvæmt Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) héldu loftárásir Ísraelsmanna á Gasa áfram í gær. Þá var einnig barist víðast hvar á svæðinu, nema í Rafah. Hamas gerði einnig loftárásir á svæði í Ísrael. Hungursneyð er sögð blasa við íbúum Gasa að óbreyttu. Rania Al Abdullah, drottning Jórdaníu, sagði í aðsendri grein í Washington Post, að ástandið líktist martröð og sagði nýtt viðmið að skapast um hvað þætti ásættanlegt, sem væri áhyggjuefni fyrir þessi átök og átök framtíðar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“