Samningsaðilar samstíga eftir fyrsta fundinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 12:55 Breið sátt er meðal samningsaðila um að ná samningum hratt og örugglega. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31
Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54