Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu yfir útköll dagsins frá fimm í morgun til fimm nú síðdegis.
Þar kemur einnig fram að einstaklingur sem lögregla hafði afskipti af í sama hverfi hafi lamið lögreglumann í andlitið.
Eins brást lögregla við útkalli vegna þjófnaðar í Hafnarfirði, annars vegar á olíu og hins vegar á lyftara sem tekinn var ófrjálsri hendi af vinnusvæði.