Kýldi lögregluþjón í andlitið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:52 Það mæddi talsvert á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum. Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum.
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira