Kýldi lögregluþjón í andlitið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:52 Það mæddi talsvert á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum. Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum.
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira