Sjötíu létust í árás á aðfangadagskvöld Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 08:44 Særður palestínskur maður færður á sjúkrahús eftir loftárás á aðfangadag. AP Sjötíu manns létust hið minnsta í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15