Aflétta óvissustigi fyrir norðan en bíða með Vestfirðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 11:44 Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum, til að mynda á Flateyri. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum. Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is. Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira