Tvíeyki tók gaskúta Grindvíkinga ófrjálsri hendi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:31 Óprúttnir aðilar hafa látið greipar sópa á sólpöllum Grindvíkinga í fjarveru þeirra. Vísir/Arnar Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast. „Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“ Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“
Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54