Telur að hinn sextán ára Littler geti orðið heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2023 14:00 Luke Littler er yngsti keppandinn á HM í pílukasti. Þrátt fyrir það telja ýmsir að hann geti hreinlega unnið mótið. getty/Andrew Redington Hinn sextán ára Luke Littler getur unnið HM í pílukasti. Þetta segir heimsmeistarinn fyrrverandi, Raymond van Barneveld. Littler hefur slegið í gegn á HM í pílukasti og er kominn í 32 manna úrslit eftir sigra á Christian Kist og Andrew Gilding. Frammistaða Littlers hefur vakið athygli og umtal og margir spá honum góðu gengi í framhaldinu. Van Barneveld gekk enn lengra og sagði að Littler gæti farið alla leið og unnið HM. „Það er sextán ára krakki sem er að spila frábærlega og þegar ég horfi á pílukast vil ég horfa á gaura eins og hann, hraða og flinka. Hann fagnar vel og er karakter,“ sagði Van Barneveld. „Hann er heimsmeistari unglinga og er að standa sig á stærsta sviðinu. Hann gaf Kist engin tækifæri og vann svo sigurvegarann á Opna breska, Gilding, svo ég ber mikla virðingu fyrir honum.“ Littler og Van Barneveld mætast í sextán manna úrslitum ef þeir vinna báðir næsta leik sinn. „Littler er góður. Hann lítur út eins og ungur Michael van Gerwen en það er of snemmt að segja að ég mæti honum en vonandi,“ sagði Van Barneveld. „Luke getur unnið HM, af hverju ekki? Við sáum öll Boris Becker vinna Wimbledon sautján ára.“ Littler mætir Michael Campbell frá Kanada í fyrsta leik kvöldsins á HM. Bein útsending frá tíunda keppnisdegi mótsins hefst klukkan 12:25 á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Littler hefur slegið í gegn á HM í pílukasti og er kominn í 32 manna úrslit eftir sigra á Christian Kist og Andrew Gilding. Frammistaða Littlers hefur vakið athygli og umtal og margir spá honum góðu gengi í framhaldinu. Van Barneveld gekk enn lengra og sagði að Littler gæti farið alla leið og unnið HM. „Það er sextán ára krakki sem er að spila frábærlega og þegar ég horfi á pílukast vil ég horfa á gaura eins og hann, hraða og flinka. Hann fagnar vel og er karakter,“ sagði Van Barneveld. „Hann er heimsmeistari unglinga og er að standa sig á stærsta sviðinu. Hann gaf Kist engin tækifæri og vann svo sigurvegarann á Opna breska, Gilding, svo ég ber mikla virðingu fyrir honum.“ Littler og Van Barneveld mætast í sextán manna úrslitum ef þeir vinna báðir næsta leik sinn. „Littler er góður. Hann lítur út eins og ungur Michael van Gerwen en það er of snemmt að segja að ég mæti honum en vonandi,“ sagði Van Barneveld. „Luke getur unnið HM, af hverju ekki? Við sáum öll Boris Becker vinna Wimbledon sautján ára.“ Littler mætir Michael Campbell frá Kanada í fyrsta leik kvöldsins á HM. Bein útsending frá tíunda keppnisdegi mótsins hefst klukkan 12:25 á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira